Ég á það til að kaupa helling af nautahakki, gúllasi og lundum á tilboðum í kjötbúðum til að eiga í frysti.

kjotbollur

Nema það að nautahakkið er ótrúlegt magn af þessum magnkaupum mínum og oft á tíðum er ég í vandræðum með að matreiða eitthvað gott úr því svo það sama sé ekki alltaf í matinn.

Um daginn prófaði ég að bragðbæta kjötbollurnar til muna og viti menn… börnin hámuðu þetta í sig eins og nammi á laugardegi!

Uppskriftin er svona:

  • 500 gr nautahakk
  • hálftur pakki Ritz kex (mulið)
  • 1 stk egg
  • 1 msk hveiti
  • 1 pakki púrrulaukssúpa

Þú einfaldlega blandar þessu hráefni saman og passar að Ritz kexið myljist vel saman við. Svo er þetta steikt upp úr venjulegri olíu við vægan hita í 20 mínútur.

Gott er að nota brúna sósu, kartöflur og ferskt salat með þessum ljúffengu kjötbollum og krakkarnir hreinlega elska þetta!

Ástæðan fyrir því að krakkarnir elski þetta er kannski sú að þessi uppskrift er oft notuð í pinnamat. Þar að segja þá eru búnar til litlar kjötbollur og þeim dýft í dýrðlega sæta sósu sem fingramatur í veislu.

En það er nú stundum í lagi að bjóða upp á örlítið fansí nautahakksrétt á virkum dögum ..er það ekki ?