snickerssykurlaustÞað eru reyndar ekki ný sannindi að það margborgar sig að sleppa sykri og sterkju úr mataræðinu vilji maður grenna sig.

Hér er frábær uppskrift að ótrúlega góðu Snickers sem inniheldur lítinn sem engan sykur. Hægt að hafa það alveg sykurlaust ef þú kaupir sykurlaust dökkt súkkulaði til að bræða.

INNIHALD (ca 15 stk)

200 gr gróft hnetusmjör án sykurs
1 dl saltaðar jarðhnetur
1 dl ósaltaðar jarðhnetur eða annarskonar hnetur
2 tsk sukrin+ eða annað sætuefni (stevia t.d.)
1 vanilluduft á hnífsoddi
25 g smjör
2-300 g dökkt súkkulaði (70-86%)
1 matskeið kókosolía

AÐFERÐ

Saxaðu hneturnar gróft niður.  Bræddu hnetusmjörið í litlum potti og bættu við smjöri, svo hnetunum, sætuefni og vanillu. Þegar allt er vel blandað saman hellirðu í skúffuform íklætt plastfilmu og setur í frysti í nokkra tíma.

Taktu svo stykkin úr frysti og kannaðu hvort þau séu nægilega hörð til að hægt sé að skera þau í ferninga. Ef ekki skaltu láta þau standa aðeins.

Bræddu súkkulaðið í vatnsbaði og blandaðu kókosolíu við. Dýfðu svo stykkjunum í súkkulaðið með gaffli og láttu kólna inni í ísskáp þar til þau eru borin fram – Og fyrir þær sem vilja meira hollustunammi er hérna uppskrift að sykurlausu Bounty.

Þetta Snickers er frábært fyrir alla sem eru á LKL eða vilja minnka sykurneyslu og þú getur notið þessa góðgætis með mjög góðri samvisku! Bara ekki fá þér of mörg stykki í einu  – eitt er nóg 😉