www.pjatt.is

Ég sæki mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er grænmeti. Þessi baka er hreint út sagt lostæti en þú getur auðvitað skipt út grænmetinu að þínum smekk.

INNIHALD www.pjatt.iswww.pjatt.is

 • 240 gr spelt
 • 120 gr smjör, við stofuhita
 • 2 msk. kalt vatn
 • 1/2 tsk. sjávarsalt

AÐFERÐ

 1. Blandið spelt, smjöri, vatn  og salti í skál og hnoðið saman (ég notaði hnoðaran í hrærivélinni).
 2.  Setjið deigið í plastfilmu og pakkið því vel inn og geymið í kæli í 30 mín.
 3. Hitið ofninn í 180°C.
 4. Fletjið deigið út og setjið í kringlótt form og dreyfið vel úr því upp á kantana.
 5. Stingið nokkur göt í botninn með gaffli og forbakið bökuna í 10-15 mín.

FYLLINGwww.pjatt.is

 • 500 gr sætar kartöflur, skrældar og skornar í þunnar sneiðar
 • 500 gr spergilkál, soðið
 • 1 laukur, skorinn í sneiðar
 • 3-4 hvítlauksrif, pressuð
 • 100 gr. fetaostur (hreinn), skorinn í bita
 • 3 egg
 • 2 1/2 dl grísk jógúrt ( ég nota  frá Bíó-Bú)
 • 1 tsk. timjan
 • steinselja
 • salt og nýmalaður pipar

AÐFERÐ

 1. Forbakið kartöflur í 20-25 mín.
 2. Léttsteikið lauk og hvítlauk og kryddið með timjan og pipar.
 3. Bætið kartöflunum og spergilkálinu á pönnuna og  blandið fetaosti saman við. Setjið blönduna í bökuna.
 4. Pískið saman egg og jógúrt, hellið yfir bökuna.
 5. Stráið steinselju, salti  og pipar yfir.
 6. Bakið í 30-40 mín.

Oft skipti ég út spergilkálinu fyrir gulrætur og forbaka þær með kartöflunum. Einnig finnst mér æði að skella maískorni í blönduna. Berið bökuna fram með fersku salati. Eða bara eina og sér á sjálft veisluborðið.

Unaðsleg hollusta sem hentar í hvaða gleði sem er. Verði ykkur að góðu og njótið vel.