url-1

Nú fara páskarnir að nálgast og börnin komin í frí. Þá er gaman að eiga gott brauð heima sem allir eru sólgnir í.

Þessi brauð hef ég líka sneitt niður og sett aftur í frysti. Þá er auðvelt að taka út eina og eina sneið.

Hér eru tvær uppskriftir að hollu brauði. Hvað varðar fræin og trönuberin þá set ég bara eftir hendinni það sem ég á til hverju sinni, það er allt í lagi að sleppa einhverju af þessu og setja meira af öðru í staðinn.

 

________________________________________________

Heilsubrauð

 • 7dl spelt gróft eða helminga fínt og gróft venjulegt hveiti
 • 1 msk hveitiklið fyrir enn meiri hollustu
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft (t.d. til í heilsuhillum Bónus og Hagkaup)
 • ½ – 1 tsk salt
 • Sólblómafræ (slurk)
 • Graskersfræ (slurk)
 • Döðlur 1 dl saxaðar
 • Þurrkuð trönuber (slurk)
 • Létt AB mjólk 2 dl rúmlega
 • Volgt vatn 2 dl rúmlega

AÐFERÐ

Spelti, salti og lyftidufti blandað varlega með sleif. Fræjum og dölum blandað út í ásamt vatni og AB mjólk til helminga þar til deigið er mátulega þykkt.

Passa að hræra varlega í deiginu sem á að vera eins og þykkur grautur. Einnig má setja rúsínur, kókósmjöl eða brytjuð epli út deigið eða annað sem þykir gott. Sett í jólakökuform.

Skerið með hníf raufar í yfirborðið og stráið sólblóma eða sesamfræjum yfir áður en sett inn í ofn. Bakað við 180-200 gr í ca 1 klst.

Múslíbrauð með fræjum, kornum og öðru góðgæti

 • 4 dl hveiti
 • 3 1/2 dl heilhveiti
 • 1 msk hveitiklíð
 • 3 1/2 dl múslí
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 1/2 dl fimmkornablanda
 • 2 1/2 dl sólkjarnafræ
 • 1 1/2 dl rúsínur
 • 1 tsk maldon salt
 • 2 msk fljótandi hunang
 • 1 msk vínsteinslyftiduft
 • 2 dl vatn
 • 7 dl létt ab-mjólk

Hitið ofninn í 200°. Blandið þurrefnum saman í skál. Setjið hunang, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman. Látið deigið í smurt brauðform eða formkökuform og bakið í ca 55-60 mínútur.

Njótið í botn með góðu smjöri, pestó, ólífuolíu, lárperu, tómat eða hverju sem ykkur finnst gott!