TOP

UPPSKRIFT: Ofnbakað grænmeti – Hin fullkomna blanda

www.pjatt.isÉg hreinlega elska þennan rétt og gæti borðað hann upp á hvern einasta dag. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er en þessi blanda er hrein dásemd. Góð bæði ein og sér eða með kjöti, kjúkling eða fiski.

Hráefniwww.pjatt.is

 • 2 rauðar paprikur
 • 1-2 sætar kartöflur (fer eftir stærð), flysjaðar og skornar í teninga
 • 3 kartöflur, skornar í bita
 • 1 rauð laukur, afhýddur og skorinn í fjórðunga
 • 1 msk timjan
 • 2 msk rósmarín
 • 1/4 bolli ólífuolía
 • 2 msk balsamic-edik
 • salt og ferskur svartur pipar, að þínum smekk

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°.
 2. Blandið öllu grænmetinu saman.
 3. Í aðra skál setjið timjan, rósmarín, olíu, edik, salt og pipar, blandið vel.
 4. Hellið krydd blöndunni yfir grænmetið og hrærið öllu vel saman.
 5. Dreifið grænmetinu vel á bökunar plötu, bakið í 30-40 mín, þar til grænmetið er orðið meyrt í gegn og hefur tekið lit.
 6. Hrærið á ca. 10 mín fresti.

Svo dásamlega gott. Þetta grænmeti bregst ekki og er einnig virkilega gott með rauðkáli og maískorni. Verði ykkur að góðu og njótið vel!

 

 

Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.