www.pjatt.isÉg hreinlega elska þennan rétt og gæti borðað hann upp á hvern einasta dag. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er en þessi blanda er hrein dásemd. Góð bæði ein og sér eða með kjöti, kjúkling eða fiski.

Hráefniwww.pjatt.is

 • 2 rauðar paprikur
 • 1-2 sætar kartöflur (fer eftir stærð), flysjaðar og skornar í teninga
 • 3 kartöflur, skornar í bita
 • 1 rauð laukur, afhýddur og skorinn í fjórðunga
 • 1 msk timjan
 • 2 msk rósmarín
 • 1/4 bolli ólífuolía
 • 2 msk balsamic-edik
 • salt og ferskur svartur pipar, að þínum smekk

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°.
 2. Blandið öllu grænmetinu saman.
 3. Í aðra skál setjið timjan, rósmarín, olíu, edik, salt og pipar, blandið vel.
 4. Hellið krydd blöndunni yfir grænmetið og hrærið öllu vel saman.
 5. Dreifið grænmetinu vel á bökunar plötu, bakið í 30-40 mín, þar til grænmetið er orðið meyrt í gegn og hefur tekið lit.
 6. Hrærið á ca. 10 mín fresti.

Svo dásamlega gott. Þetta grænmeti bregst ekki og er einnig virkilega gott með rauðkáli og maískorni. Verði ykkur að góðu og njótið vel!