Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Red Carpet

Nickelodeon verðlaunin voru haldin fyrir skemmstu og fræga fólkið lét sig ekki vanta á hátíðina.

Hollywoodstjörnurnar eru komnar í vorskap ef marka má myndirnar hér að neðan en fatnaður hátíðarinnar einkennist af litríkum og sumarlegum klæðnaði. Stjörnurnar eru þó ekki eins stífar eða fínar á þessum rauða dregli eins og á öðrum hátíðum. Einkenni hátíðarinnar er græna slímið en margir verðlaunahafar meiga búast við því að fá grænt slím yfir sig þegar þeir taka á móti verðlaunum.

Hér að neðan eru nokkrar stjörnur á rauða dreglinum.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Red Carpet

 Khloé Kardashian Odom var flott í hvítum kjól.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Red Carpet

Victoria Justice sumarleg í litríkum kjól og skórnir eru glæsilegir við.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Arrivals

 Steve Carell og Kristen Wiig voru brosmild og “casúal”.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Arrivals

Fergie var flott í sumarlegum kjól sem sýndi óléttukúluna og skærgulu skórnir smellpössuðu við kjólinn.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Arrivals

Kristen Stewart var mjög smart í stuttbuxum, reyndar hefði hún mátt vera í öðrum skóm við.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Red Carpet

Kesha var skrautleg eins og henni einni er lagið.

Nickelodeon's 26th Annual Kids' Choice Awards - Red Carpet

Katy Perry geislaði þrátt fyrir sambandslitin við John Mayer.

Það er greinilegt að það er sumar og sól í loftinu vestanhafs og Pjattrófurnar eru farnar að hlakka mikið til sumarsins og litagleðinnar sem fylgir því.