w

Eftir langa viku er fátt betra en að slappa af með góðan kokteil við hönd. Kokteill vikunnar er hinn skoski Angus Collins en hann samanstendur af Johnnie Walker viskí, sítrónusafa og einföldu sírópi.

johnnie-walker-black_label_newINNIHALD

  • 1/2 dl Johnnie Walker  Black Label viskí, eðall
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. einfalt síróp*
  • Sódavatn
  • Sítrónubörkur til skrauts
  • Handfylli af muldum klaka

AÐFERÐ

Setjð mulda klakann í hátt glas. Hrærið saman viskíið, sítrónusafann, sírópið og fyllið loks glasið af sódavatni. Skreytið með sítrónuberki.

*Einfalt síróp samanstendur af 1 bolla af sykri á móti 1 bolla af vatni. Blandið því saman í litlum potti, látið suðuna koma upp og sjóðið saman uns sykurinn hefur blandast við vatnið. Látið kólna.

Njótið helgarinnar, – SKÁL!