Bleiki liturinn í aðalhlutverki

Hér kemur kennslumyndband frá förðunarmeistaranum Lisu Eldridge þar sem bleiki liturinn er allsráðandi…

Í myndbandinu kennir hún okkur hvernig framkalla á útlitið sem hún gaf Kylie Minogue fyrir forsíðu og myndaþátt sem birtist í breska ELLE fyrir skemmstu. Útlitið einkennist af bleikum lit á vörum, kinnum og augum.

Það getur verið vandasamt að nota bleika og rauða liti á augun eins og Lisa tekur fram í myndbandinu en hún lumar á nokkrum góðum ráðum. Til dæmis leggur hún mikið út á að húðin sé gallalaus og áferðafalleg áður en gripið er til bleika litsins.

Í myndbandinu blandar Lisa saman vörum á viðráðanlegu verði og vörum sem eru í dýrari kantinum en Lisa tekur fram að áhorfendur geti að sjálfsögðu notað hvaða vörur sem er svo lengi sem fólk á þær til eða hefur efni á þeim.

Rómantískt og fallegt lúkk fyrir hversdagsleg tilefni.

_______________________________________________________________________________

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=fwQDPaWNDR8&feature=player_embedded[/youtube]