Hér er auðveld uppskrift af hveitikímklöttum sem eru virkilega góðir og einn skammtur gefur okkur mikla næringu.

Auðvelt er að elda í heilsugrilli eða á bökunarpappír á ofnplötu. Hægt að blanda kvöldinu áður, taka með sér og fá sér nýbakað á staðnum.

INNIHALD

 • Hveitikím 30gr.
 • Sesamfræ 1tsk
 • Hörfræ 1tsk
 • Sólblómafræ 1 tsk
 • Smá kanill 1tsk eða það krydd sem þú vilt t.d. oregano
 • Hægt er að velja hvaða fræ sem er

Smá vatn sett útí og hrært þangað til maukið er orðið eins og þykkur hafragrautur og smellt á plötu inní ofn í 10 mín á 180 gr. Læt svo fylgja hér með góðri uppskrift sem gæti hentað í morgunmat eða hádegisverð, súpergóð og súperholl….

blaber

Berjaeggjakaka með kotasælu fyrir einn

INNIHALD

 • 2 egg
 • 2 msk vatn
 • salt og pipar
 • 2 tsk góð olía
 • 1/2 dl kotasæla
 • 2 dl blönduð ber, s.s. jarðarber, bláber, hindber

AÐFERÐ

Léttþeytið eggin með gaffli og bætið vatni útí ásamt salti og pipar. Hitið smá olíu á pönnu og hellið eggjahrærunni út í. Steikið í nokkrar mín uns eggjakakan er orðin þykk en samt mjúk á yfirborðinu. Setjið kotasæluna og helminginn af berjunum á miðja eggjakökuna og brjótið hana saman. Hellið því sem eftir er af berjunum ofan á og berið strax fram.

Hvet ykkur til að vera dugleg að nota þessar hollu uppskriftir það gæti verið eitt af markmiðunm að prófa nýjar uppskriftir.