teriyaki1

Ég er svo heppin að eiga mann sem elskar að elda.

Þessa uppskrift gerði hann um helgina og hún heppnaðist alveg fullkomlega!

Þvílíkt sem þessi kjúklingur er bragðgóður og ég fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina um þennan frábæra rétt.

Ef þú ert með matarboð eða hreinlega langar í eitthvað gott í kvöld þá mæli ég með þessum!

Það sem þú þarft í uppskriftina er:

  • 1pk kjúklingabringur
  • 2dl Terriyaki sósa
  • 1dl Soya sósa
  • 4 rif hvítlaukur (rífið niður með rifjárni)
  • 5cm Engiferrót (rífið niður með rifjárni)
  • 1 stk límóna (safinn úr henni)
  • 1-2 msk Sesamfræ

Byrjið á því að útbúa löginn en kjúklingurinn þarf að liggja í honum í það minnsta 2-3 tíma í ísskáp áður en hann er eldaður. Gott er að útbúa löginn kvöldið áður og leyfa kjúklingnum að liggja yfir nótt í ísskáp.

Brúnið síðan kjúklingabringurnar á pönnu og setjið svo í eldfast mót  inn í ofn, 180 gráður í 25-30 mínútur

Meðlæti:

Gott að hafa hrísgrjón og salat með þessum rétti. Þessi uppskrift er líka tilvalin á grillið í vor, þá er líka hægt að nota kjúklingabita, lundir eða bringur. Njótið!

Algjört partý fyrir bragðlaukana, líkamann og sálina!