Screen Shot 2013-03-20 at 08.54.46Þær sem hafa prófað það vita að það er ótrúlega hressandi að byrja nýjan dag á grænum safa.

Þeir geta innihaldið allskonar grænmeti og ávexti en best er að hafa sem mest af grænu, t.d. spínat, græn epli, sellerí, avocado og svo framvegis.

Græna þruman er mjög vinsæll drykkur hjá Lifandi markaði og ótrúlega bragðgóður!

 • 1 grænt epli
 • bútur engifer, rifinn
 • lúka spínat
 • lúka rucola
 • 1 mangó eða 1 bolli frosið mangó
 • nokkrar döðlur, gott að láta liggja fyrst í vatni
 • hnífsoddur cayenne pipar
 • 1 msk grænt duft(má sleppa)
 • 1 msk grænt te (má sleppa)
 • klaki
 • eplasafi eða vatn til þynningar

Allt látið í blandara og blandað vel saman. Svo er bara að njóta í stóru flottu glasi, krukku eða könnu. Hefur góð áhrif á meltinguna og orkuna fyrir daginn.