Langar þig að fá þér mjúka og bragðmikla kökusneið með kaldri mjólk en samt hafa hreina samvisku gagnvart einkaþjálfaranum? Þá er þessi uppskrift málið fyrir þig!

kakanammHér erum við að tala um lítið magn af hveiti og aðeins 220 hitaeiningar í hverjum bita.

INNIHALD

 • Steikingar úði
 • 1 bolli fínmalað haframjöl (hægt að mala í matvinnsluvél)
 • 1/4 bolli hveiti eða fínmalað spelt
 • 2/3 bolli kakóduft
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/8 tsk salt
 • 6 msk ósaltað smjör
 • 1 bolli sykur
 • 2 tsk fínmalað kaffi
 • 2 egg
 • 2 matskeiðar rjómi og mjólk blandað 50/50 eða matreiðslurjómi.
 • 2 tsk vanillu extrakt
 • 1/2 bolli súkkulaðibitar dökkir
 • 1/2 fersk eða frosin kirsuber, söxuð

AÐFERÐ

Hitaðu ofninn í 180°. Smyrðu eldfast mót eða ofnskúffu (20×20 sm) með steikarúða.

Blandaðu saman hveiti/höfrum, kakó, lyftidufti og salti í skál og settu til hliðar.

Í annari skál skaltu blanda saman smjöri, sykur og kaffi með rafmagnsþeytara á háum hraða í um 30 sek. Bættu út í einu eggi í senn og hrærðu á miðlungs hraða þar til þetta tekur á sig mokka lit. Bættu þá út í mjólkur og rjómablöndu, vanillu og súkkulaðibitum og hrærðu á hægum hraða þar til þetta er allt orðið vel mixað. Þá seturðu út í hveitiblönduna og hrærir hægt þar til úr verður gott deig. Helltu í eldfast mót og settu kirsuberin yfir. Bakist í 25-30 mínútur eða þar til kantarnir eru svolítið stífir en miðjan enn mjúk. Láttu kökuna kólna í sirka hálftíma og skerðu þá í 12 bita.

HALTU Í LÍNURNAR

222 hitaeiningar í hverri sneið, 10 g fita, 32 g kolvetni, 3 g trefjar, 4 g prótein