XEN_TAN blonde CMYK bottom
Pixiewoo systur, undirrituð og flestar sem hafa prófað eru á einu máli um gæði Xen-Tan sjálfbrúnkulínunnar.

Við á Pjattinu höfum reyndar lengi verið mjög fanatískar að reyna að koma pjöttuðum kynsystrum okkar yfir í að nota brúnkukrem og sprey en ekki í ljósabekki, hafi þær áhuga á að fá svolítið fallegan eða gylltan hörundslit og ástæðuna þarf nú ekki að tíunda.

Bestu sjálfbrúnkandi kremin eru auðvitað þannig að þú verður ekkert áberandi “brún”.

Brúnkukrem eru jafn misjöfn og þau eru mörg og þau innihalda jafnframt misjöfn blæbrigði af brúnum lit. Sum eru dökkbrún, önnur meira út í brons og svo eru sum gyllt og jafnvel út í appelsínugult (sem við erum reyndar fæstar að sækjast eftir).

Bestu sjálfbrúnkandi kremin eru auðvitað þannig að þú verður ekkert áberandi “brún”.

Fólk tekur bara eftir því hvað þú lítur vel út og hefur orð á því þar sem hörundið virkar ferskt og frísklegt. Það er hinsvegar ekkert sérlega fallegt að vera hvít manneskja með hrikalega dökka brúnku, slíkt verður alltaf hálf undarlegt og það er smekklegast að forðast það nema þú sért að keppa í vaxtarrækt, en þá skiptir það höfuðmáli að ná sama styrk í brúna tóninum og suðusúkkulaði.

Flestar með brúnkukrem

Það er óhætt að fullyrða að langflestar þokkadísirnar í Hollywood smella á sig self-tan kremi eða fara í brúnkusprautun standi eitthvað mikið til eins og myndataka eða rauði dregillinn og mjög margar nota kremin að staðaldri enda forðast þær sólina eins og heitan eld til að fá síður hrukkur.

 

Screen Shot 2013-02-26 at 15.10.12

Karamellulykt

Sumum finnst lyktin af kremunum ekki góð en auðvitað er hægt að fá þau öll misjafnlega lyktandi líka.

Kremin frá Xen-Tan lykta svolítið af karamellu og lyktin truflar mig alls ekki en það besta við þessa vöru er hinsvegar mjög fjölbreytt úrval:

Þú getur valið um styrk litarins og hvort kremið á að endast bara eina kvöldstund eða lengur. Þú getur valið krem sérstaklega fyrir andltið, froðu, úða, ljóst, medium eða dökkt, krem sem hægt og rólega byggir upp litinn… og svo framvegis. Það er hægt að fá svamp til að bera kremið á, kornakrem sem undirbýr húðina og svo framvegis, allt eftir því hvað hverri og einni líkar best og hvað hentar þér.

Í raun geta allar konur fundið sjálfbrúnku við sitt hæfi frá Xen-Tan en línan er að verða sú vinsælasta í Bandaríkjunum enda mæla stelpublöðin óspart með henni eins og sjá má á þessum hlekk. Hvort sem þú ert mjög hvít eða með dökka húð að upplagi áttu eftir að finna eitthvað sem virkar fyrir þig í línunni, það er að segja ef það höfðar til þín að vera svolítið brún.

Í Bandaríkjunum eru Xen-Tan vörur m.a. seldar í Nordstrom og öðrum betri verslunum enda gæðavara sem slík. Hér á okkar litla klaka færðu Xen-Tan (borið fram Zen-Tan) til dæmis í Hagkaup Smáralind, Lyfju Smáralind og Lyf og heilsu kringlunni.