www.pjatt.isÓtrúlega margar hugmyndir eru til að himneskum  pastaréttum. Þessi réttur er í senn ofureinfaldur og sjúklega góður.

INNIHALD

Fyrir 4

 • 500 gr. spaghetti (eða pasta að þínum smekk)
 • 50 gr. smjör
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • olífuolía
 • 2 msk söxuð basilika
 • salt og pipar
 • parmesan ostur

AÐFERÐ

 1. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum
 2. Bræðið smjörið á pönnu, brúnið hvítlaukinn, passið að brenni ekki
 3. Hellið pastanu á pönnuna og blandið hvítlauknum vel saman við, látið krauma í nokkrar mínútur
 4. Hellið nokkrum dropum af olíunni yfir pastað og stráið basiliku yfir
 5. Kryddið með salti og pipar
 6. Berið fram með parmesan osti

Berið fram með góðu brauði.

Algjörlega fullkomið að skella líka Josh Groban á “fóninn” og opna hvítvín með. Svífur um á vit ævintýrana.

Njótið í botn!