h31„Ég er búin að kynnast strák hann heitir Haukur og ég dýrka hann I LOVE HIMM SO MUDS“

…(nákvæmlega skrifað svona).

Þessi hjartnæmu orð skrifaði ég frænku minni fyri 40 árum síðan.

Þá bjó ég í Hveragerði, við höfðum flutt þangað ég og fjölskylda mín því við þurftum að yfirgefa heimabyggð okkar vegna eldgoss. Ég var 14 ára og hann 15 ára, sætur feiminn strákur með ljóst sítt ár skipt í miðju. Við vorum voða skotin eins og sést á þessum orðum mínum.

En leiðir skildu ég flutti aftur á heimaslóð, giftist og eignaðist 2 börn. Hjónabandið entist þó ekki og í 4 ár bjó ég ein með börnunum mínum.

Það var svo árið 1988, 15 árum eftir eldgosið á Heimaey að síminn hringir og í símanum er maður sem segir HÆ Haukur (Logi) heiti ég manstu eftir mér, ég man vel eftir þér þú varst lítil dökkhærð og falleg, ég sagðist allavega vera lítil og dökkhærð ennþá, þá var hann að vinna í eyjum þá stundina og eftir að sameiginleg vinkona okkar frá í gosinu sagði honum að ég væri fráskilin ákvað hann að slá á þráðinn til mín, það varð úr að hann kíkti í heimsókn til mín þennan dag, ég sagðist eiga heima á 2 hæð til hægri í tiltekinni blokk, hann mætti þangað og bankaði og til dyra kom há og ljóshærð stúlka. Vá sú hefur breyst! hugsaði hann, þá varð mér svo um þegar hann hringdi að ég sagði óvart til hægri í stað vinstri. Það hefur mikið verið hlegið að þessu enn vinkona mín átti þessa íbúð.

En þá var hann líka fráskilin og átti 2 börn eins og ég meira segja svo til á sama aldri. Síðan eru liðin 25 ár, við giftum okkur og bættum 1 barni í hópinn og búum í Hveragerði, and I LOVE HIM STILL

Kveðja Þorbjörg

ps. frænka mín gaf mér svo bréfið sem ég hafði skrifað henni og það er vel varðveitt.