Screen Shot 2013-02-01 at 12.42.15

Tiny Ten er skemmtilegt nafn á kokteil en það heitir föstudagskokteillinn okkar í dag.

Tanqueray no. TEN kom á markað árið 2000 eftir áralanga þróun til að fullkomna drykk þann sem kallast gin.

Menn voru mjög ánægðir með þessa vöru, frábær hönnun og stórkostlegur vökvi sem hún innihélt. Þá vildu þeir að sjálfsögðu fá úr því skorið hvort þessi vara væri ekki meðal þeirra bestu og Tanqueray TEN eða T TEN fór í stóru árlegu ginkeppnina, vann gullverðlaun og var kosið besta gin sem völ er á.

Í T-TEN eru notuð fersk hráefni og öllu ferlinu er handstýrt af færustu mönnum. Það er smakkað til þar til hin fullkomna blanda er komin.

Ef þú kannt vel að meta gin (svo ekki sé minnst á greip) áttu eftir að njóta þessa drykks í botn!

Screen Shot 2013-02-01 at 17.40.35

INNIHALD

– 50ml Tanqueray Ten
– 15ml ljóst sýróp (sykur og vatn)
– Einn fjórði greipaldin
– Klaki

AÐFERÐ:

1. Helltu 50ml af Tanqueray Ten og 15ml af sýrópi í kokteilhristara

2. Kreistu einn fjórða af greipaldin út í

3. Bættu við ísmolum

4. Hristu vel og helltu í Martini glös

Skál!