Screen Shot 2013-01-31 at 15.58.53

Hvernig væri að dekra svolítið við sig um helgina sem er í vændum og fá sér heimagert bounty á kósýkvöldi?

Þetta ‘bounty’ inniheldur engan hvítan sykur eða annað sem á það til að fara illa í okkur en bragðast alveg dýrðlega svo þú getur notið þess með betri samvisku en ella.

Hér kemur uppskriftin en hana fengum við hjá Guðbjörgu Finnsdóttur hjá G-Fit heilsurækt í Garðabæ.

INNIHALD

  • 1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í ca 20 mín svo verði mjúkar)
  • 3 bollar kókosmjöl
  • 1/4 bolli kókosolía (við stofuhita)
  • 1/2 bolli malaðar kasjúhnétur
  • 1 tsk vanilla
  • smá salt
  • 3-4 msk kókospálmasykur
  • 70% lífrænt súkkulaði

Kókosmjöl, hnetur, kókossykurinn, vanillu og salt allt í matvinnsluvél og blandað saman, settu svo eina og eina döðlu út í (búnar að liggja í bleyti áður) og unnið vel ásamt kókosolíunni.

Deigið á bökunarpappír og mótað í ferhyrning og kælt á meðan sirka 150 gr af súkkulaði er brætt í vatnsbaði og svo látið yfir kökurnar. Getur líka stungið tannstöngli í ferhyrninginn og dýft í súkkulaðið. Svo er allt látið kólna.

Njóttu í botn!