Screen shot 2013-01-29 at 2.55.37 PM

Það er eitthvað við veturinn og janúarmánuð. Þessi tími kallar bara á ljúffengan, heitan og helst hollan ‘hygge’ mat eins og danir myndu kalla það.

Hér er girnileg uppskrift að grænmetis lasagna frá Auði Heilsukokki sem ætti að næra alla fjölskyldumeðlimi vel og vandlega og jafnvel koma grænmetinu ofan í þá allra erfiðustu.

Athugaðu að þú mátt skipta grænum linsubaunum út fyrir t.d. rauðar linsur, nýrnabaunir eða annað gott úr jurtaríkinu.

INNIHALD

 • SpeltblöðScreen shot 2013-01-29 at 2.57.55 PM
 • Rifinn mozzarella ostur
 • 1 rauð paprika í sneiðum
 • 1 græn paprika í sneiðum
 • 4 stilkar seller í litlum bitum
 • 2 gulrætur, rifnar
 • 1 bolli grænar linsubaunir, soðnar

Sósan

 • 1 msk kókosolía eða sólblómaolía
 • 1 laukur, saxaður
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • 500 gr tómatar í bitum
 • ½ dl appelsínuþykkni
 • 1 tsk basil
 • 1 tsk oregano
 • Sjávarsalt og pipar

AÐFERÐ

Laukur og hvítlaukur léttsteiktur í olíu, vökva bætt útí og kryddi, smakkað til með sjávarsalti og pipar, grænmeti, baunum og sósu blandað saman, setja í ofnfast mót, sósumat á botninn í miðju og efst, 2 lög af speltplötum og ostur ofaná, bakað í ca 25 mín við 190°C.