document8822691001763179750.indd

Victoria Beckham segir að það sé engu öðru að þakka en mikilli vinnu og eljusemi hversu langt hún hefur náð í tískuframanum en fatnaður hennar rennur út eins og heitar lummur og fræga fólkið í Hollywood elskar að klæðast hönnun hennar.

Í viðtali við ELLE ræðir hún frama, frægð og það að sleppa takinu.

Victoriu fannst hún aldrei mikið “númer” þegar hún var í Spice Girls og þegar hún kom fram eða mætti á viðburði þá fannst henni alltaf að fólk væri að koma til að sjá hinar fjórar syngja eða til að taka myndir af þeim en ekki henni sjálfri.

Og þegar hún fór að vera með David var hann þegar orðinn þekktur í knattspyrnuheiminum og hún einnig viss um það að fólk hafði bara áhuga á honum en ekki henni.

Á brókinni á barnum, já það má alveg ef þú ert Victoria Beckham

Victoria segir að hún hafi lagt mjög mikið á sig til þess að ná svona langt í tískuheiminum og það sé alls ekki heppni að þakka heldur mikilli vinnu.

Hún vonast til þess að börnin læri af henni í framtíðinni og muni fá sama metnað gagnvart því sem þau taka sér fyrir hendur og vinni jafn mikið fyrir því. Hún segir einnig

“Ég þarf ekki að vinna ég VERÐ að vinna, þannig er ég bara. Við David erum bæði þannig að við vinnum vinna vel og standa okkur í því sem við gerum”.

Victoria er glæsileg

Hún segist vera algjört “control frík” og vill stjórna sjálf, á afar erfitt með að treysta öðrum og eins og áður sagði þá óttast hún einnig að fólk hafi meiri áhuga á David eða Kryddpíunum frekar en henni sjálfri.

Hún á erfitt með að deila ábyrgð í tískuveldinu sínu og vill helst sjá um allt sjálf en hún veit þó að þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig og hefur þurft að læra það að sleppa takinu á stjórnseminni.

Victoria segir einnig:

“Þú verður að treysta fólki en þar sem að ég er afar stjórnsöm og vill ráða ÖLLU þá reynist það erfitt fyrir mig þar sem ég vil stjórna öllu niður í minnstu smáatriði. Ég á erfitt með að láta fólk fá verkefni sem tengjast hönnun minni því ég er með vissa sýn sem ég vil að komi fram en þetta er allt að koma”.

Victoria og David á leiðinni heim af sýningu hjá Cirque du Soleil í Royal Albert Hall

Victoria er sannkölluð súperkona en hún á fjögur börn sem eru 13, 10, 7 og eins árs en Victoria sagði í viðtali um daginn að hún væri afar þreytt og það væri ein af ástæðum þess að þau fluttu aftur til Bretlands því tímamismunurinn var að gera hana hálf klikkaða. Hún var jú á fundum alla nætur vegna tímamismunarins á milli Bandaríkjanna og Bretlands og svo tók meiri vinna við á morgnanna.

Hún segist vera eins og flestar aðrar mömmur sem vinni mikið og það sé mjög erfitt að vera svona löngum stundum frá börnunum sínum en þau hjónin gefi sér þó alltaf tíma til að vera saman enda sé það grunnurinn að hamingjunni.