Það er ótrúlega lítil fyrirhöfn að útbúa góðan „smoothie“ en þetta er holl og góð tilbreyting inn í venjur dagsins.

Þessir drykkir gefa þér auka kraft inn í daginn, algjörlega lífsins nauðsyn að hressa sig við og við og um að gera að drekka bara ávaxtaskammtinn sinn í stað þess að borða hann. Fyrir vikið færðu fallegri húð, betri meltingu og góð vítamín í kroppinn.

Fersk C-vítamín bomba

www.pjatt.is

Hráefni

  • 1 appelsína, flysjuð
  • 1/4 bolli hrein jógúrt, ég nota frá bíó-bú
  • 2 matskeiðar hreinn appelsínusafi
  • 1/4 teskeið vanillu-duft, mér finnst vanillan frá Rapzunel æði
  • klakar

Blandið öllu vel saman þar til silkimjúkt, hellið í fallegt glas og njótið.

Himnesk ananas-sæla, flytur bragðlaukana í sólina

www.pjatt.is

Hráefni

  • klakar
  • skyr m/vanillu frá bíó-bú
  • kókos eftir smekk
  • 1 bolli ananas, smátt skorinn

Blandið öllu vel saman í „blender“.

 

Ferskur og orkumikill drykkur með jarðarberjum og kiwi

www.pjatt.is

Hráefni

1 1/4 bolli eplasafi
1 banani, skorinn smátt
1 kiwi, skorið smátt
5 frosin jarðarber
1 1/2 tsk hunang

Blandið öllu vel saman og njótið í botn.