www.pjatt.isÞessi dásamlega pizza, er bragðmikil og sjúklega góð eins og sagt er á góðri íslensku. Ótrúlega fljótleg að gera og hentar því okkur nútímakonum fullkomlega.

BOTNINN

  • 5 dl spelt, nota til helminga fínmalað og grófmalaðwww.pjatt.is
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 2 msk olía
  • 3 tsk vínsteins lyftiduft
  • 1 msk krydd (t.d. oregano, timjan, basiliku, pizzakrydd) ég nota krydd frá pottagöldrum
  • 3 dl ab-mjólk

Blandið spelti, lyftidufti, salti og kryddi saman.

Bætið svo olíunni saman við og AB-mjólkinni á meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast, passa að ofhræra ekki. Hnoðið bara létt og lítið. Fletjið deigið út á smjörpappír. Botninn á eftir að tvöfaldast að þykkt í ofninum, þannig að það má dreifa svolítið vel úr deiginu.

Forbakað í 200 gráðu heitum ofni í 5 mín, tekin út og sett pizzasósa og álegg, bakið áfram í 15 mín í viðbót.

www.pjatt.is

PIZZUSÓSA

1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk tómatpúrra
1-2 hvítlauksrif – pressuð
2 tsk oregano
2 tsk basil
2 tsk timian
1 tsk sjávarsalt
1/4 tsk nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu vel saman

Á mína pizzu set ég mozzarella ost og fylli hana af grænmeti, t.d. tómata, lauk, papriku, gular baunir. Þegar pizzan er tilbúin er toppurinn að setja á hana klettasalat, olíu og nokkur bláber.

Annars er að nota bara það sem er til hverju sinni og láta hugmyndarflugið ráða.

Verði þér að góðu og njóttu þess að fá þér holla og ljúffenga pizzu sem gerir þér gott.