www.pjatt.isHún er algjörlega himnesk þessi brauðloka, gefur bragðlaukunum ótrúlega mikið… þú svífur á einstakri sælu!

INNIHALD

fyrir 2

  • 4 sneiðar af næringaríku brauði eða rúnstykki, ristað undir grilliwww.pjatt.is
  • 1/4 bolli lárpera/avocado
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • ferskur mozzarella eða rifinn
  • tómatar að þínum smekk

AÐFERÐ

  1. Ristið brauðið
  2. Stappið lárperuna með gaffli. Hrærið salti saman við og blandið vel.
  3. Skerið tómatana til helminga, ef þið notið konfekt-tómata, annars í sneiðar.

Þegar brauðið eru ristað, setjið matskeið af lárperu-maukinu á hverja sneið.  Mozarella-ostur skorinn í sneiðar, raðið ofan á annan helming brauðsins og toppið með tómötum, skellið að lokum hinum helmingnum ofan á. Berið strax fram.

www.pjatt.is

Þessi brauðloka er bæði súper-holl og sjúklega góð. Njótið í botn!