hvitlauksfranskar

Þessar kartöflur eru einstaklega vinsælar á mínu heimili

Ég er alltaf að reyna að fá strákana mína til að borða meira af grænmeti því þeir eru mjög latir við að borða það en þessar kartöflur féllu alveg í kramið hjá þeim! Þær passa vel við kjötbollur, fiskréttum og jafnvel sem snakk. Frábærlega ljúffengar og góðar.

INNIHALD

  • 6 stórar bökunarkartöflur (skornar í þunnar franskar)
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 tsk hvítlaukskrydd
  • 1/2 – 3/4 tsk sjávarsalt
  • Svartur pipar
  • Smá steinselja (smátt skorin)

hvitlauksfranskar1

AÐFERÐ:

Byrjaðu á því að skera kartöflurnar í þunnar franskar og setja þær í skál.

Settu svo ólífuolíuna, hvítlaukskryddið, salt og pipar yfir og dreifðu vel úr því á kartöflurnar. Dreifðu svo vel úr kartöflunum á ofngrind og bakaðu í 25-30 mínútúr á 200 gráðu hita Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þá stráirðu smá steinselju yfir þær. 

hvitlauksfranskar2

Ekki flókið og algjört lostæti! Fljótlegt og börnin elska þær!