www.pjatt.is

Í janúar fyllast allir af miklum eldmóð í átt að betri heilsu en við verðum að halda áfram að njóta lífsins.

Það er algjörlega ómissandi að eiga slíkt góðgæti í frysti og fá sér einn bita og einn bita inn á milli en hér er uppskrift að bananagóðgæti með súkkulaði og kókos sem þú getur vel fengi þér með góðri samvisku til að lyfta upp bæði blóðsykri og orku.

INNIHALD

  • 2 stórir bananar
  • 1/4 bolli 70 % súkkulaði, smátt skorið
  • 1/4 bolli náttúrulegt hnetusmjör
  • kókosmjöl

AÐFERÐ

  1. Best er að setja smjörpappír í skál, sem þolir frystun.
  2. Skerið banana í góða-stóra bita. Hver banani ætti að gefa þér um 5 til 6 bita.
  3. Hitið hnetusmjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Hrærið vel saman.
  4. Dýfið banana-bita í súkkulaði-hnetu-smjörs blönduna.  Að lokum stráið kókos ofan.

Setja í frysti í ca. klukkustund, þar til frosið.

Ómissandi fyrir alla í boðum og veislum og svo gaman að geta notið með góðri samvisku!