www.pjatt.is

Þessar himnesku kartöflur eru ómissandi með þínum uppáhalds. Toppa allt!

INNIHALD

6 Kartöflur, milli-stærð
2 – 3 hvítlauksgeirar, þunnar sneiðar
2 msk ólífuolía
30 g smjör
Maldon sjávarsalt
Ferskur svartur pipar

AÐFERÐ

Forhitið ofninn í 220˚C. Látið slétta hlutan snúa niður. Byrja frá öðrum enda kartöflunnar, skera nánast alla leið í gegn, með um 3 til 4 mm millibili.

Raða kartöflunum á bökunar plötu, setjið hvítlauks rifin á milli. Dreifið smá smjöri ofan á hverja kartöflu. Síðan hellið olíu yfir, stráið salti og pipar yfir eftir smekk.

Bakið þær í um 40 mínútur,  þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar að utan og mjúkar að innan.

Þessar kartöflur eru góðar með hverju sem er en virkilega góðar með grillmatnum auðvitað!