www.pjatt.is

Þessi unaðslega „franska“ súkkulaði kaka er algjörlega ómissandi með ísnum eða ný-þeyttum rjómanum yfir áramótaskaupinu.

Hráefni

  • 4 egg
  • 100 g hrásykur
  • 200 g smjör
  • 250 g súkkulaði, 70%
  • 75 g spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga) eða eingöngu fínmalað

Leiðbeiningar
Þeytið saman egg og sykur. Bræðið smjör og súkkulaði í potti og kælið. Súkkulaðið er því næst hrært saman við eggin og sykurinn og speltinu blandað varlega út í. Bakið kökuna í 25-30 mín, við 170°C. Gott að setja smjörpappír í botninn á lausbotnaformi, þá er ennþá auðveldara að skella kökunni yfir á fat. Ég hef oft bakað hana í eldföstu móti.

Hún á að vera blaut í miðjunni.

Krem

  • 150 g súkkulaði, 70%
  • 2 msk agavesíróp

Leiðbeiningar
Allt sett í pott, hitað rólega og hrært þar til það er bráðið og samlagað. Látið kólna ögn og síðan hellt yfir tertuna.

Mér finnst alveg toppa þessa elsku að bera fram fersk ber með henni t.d. hindber og brómber.

Mmm…þessi himneska súkkulaði-sæla fær mann til að njóta hvers einasta augnabliks í botn!

Njótið alls og það alla leið