Nú er allt komið á fullt fyrir komandi jólahátíð. Meiri spenna og hraði á hinum ýmsu vígsstöðum.

Eitt sem við megum alls ekki gleyma okkur í er að nærast vel. Til þess að halda orku og andlegu jafnvægi þurfum við okkar daglegu vítamín sprautur og þá er þessi drykkur algjör demantur. Kraftmikil morgunverðar drykkur, stút fullur af næringarefnum sem er lífsins nauðsyn, veitir þér gott „power“ inn í daginn.


INNIHALD

Fyrir 2

  • 2  Bananar
  • 2 bollar klakar
  • 1/3 bolli Jógúrt – t.d. gríska jógúrt
  • 1/2 bolli haframjöl (eldaður)
  • 1/3 bolli Möndlur
  • Mér finnst mjög gott að bragðbæta með hunangi

Allt sett í „blender“ og hrært vel saman, setjið ísmolana síðast í.

Hrærið þar til drykkurinn fer að þykkjast.

Bestur ís-kaldur…mmm.

Njótið vel og fagnið komandi ári, með betri og bættri heilsu!