Bókin Ljúfmeti úr lækningajurtum virkilega þörf og skemmtileg viðbót í bókaflóruna. Með þeim fallegustu sem ég hef nálgast.

Anna Rósa grasalæknir og Albert ástríðukokkur hafa virkilega einlægan áhuga á eldamennsku og lækningajurtum.

Þessi bók er unnin af mikilli ástríðu og útkoman er stórkostleg, fullt af girnilegum og gómsætum réttum,  þar sem krydd- og lækningajurtir eru aðalatriðið.

Í bókinni er næringaríkur morgunmatur, kjöt, fisk og grænmetisréttir. Einnig spennandi súpur, drykkir, brauð ásamt himneskum eftirréttum.

Bókin geymir ekki bara fallega og himneska rétti, einnig er hún bæði fróðleg og gagnleg.

Hún miðlar til okkar fullt af fræðandi upplýsingum um lækningajurtir og stungið er upp á öðru hráefni þegar ekki fást ferskar lækningajurtir á veturna.

Þessi dásemd verður klárlega á mínum borðum… mæli með henni alla leið.

Ljúfmeti úr lækningajurtum er himnesk bók sem geymir stórkostlega rétti sem búið er að “nostra” við af mikilli ástríðu! Must have fyrir allar heilsuáhugakonur.

Höfundar: Albert Eiríksson og Anna Rósa Róbertsdóttir