Pönnukökur eru eitthvað svo sjarmerandi. Það er bara eitthvað dásamlegt við það að borða pönnukökur með sultu og rjóma með kaffinu. Yndisleg minning um gamla tíma sem fylgja pönnukökugerð, mér finnst alltaf eins og ég sé stödd í eldhúsinu hjá ömmu.

 Hráefni

  • 3 dl fínmalað spelt
  • 1 tsk Maldon salt
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk vanilla (duft eða dropar)
  • 2 egg
  • 3 msk olía
  • 2-3 dl möndlumjólk eða haframjólk eða annar vökvi

AÐFERÐ

Sigtið speltið í skál og bætið salti og vínsteinslyftidufti saman við, hræra saman.
Bæta nú við helmingnum af eggjum og mjólk og hræra vel saman við þurrefnin, bætið svo restinni saman við. Að lokum hrærum við olíu og vanillunni út í.
Það er enginn sykur í þessar uppskrift, en ef þið viljið setja örlitla sætu í deigið, mæli ég með því að nota  3 tsk agave sýróp eða maple sýróp.

Berið fram með rjóma, bláberjasultu og agave – tilvalið að bera fram síðar í dag svona í miðjum jólaskreytingum og undirbúningi!

Verði ykkur að góðu og njótið vel!