Það er eitthvað við gamlar verksmiðjur sem fær mig til að gleyma stað og stund þegar kemur að innanhússhönnun…

Kannski er það lofthæðin eða hversu vítt er til veggja, tja kannski bara hvorutveggja? En þessar gömlu verksmiðjur eru eitthvað sem kalla sérstaklega á mig þegar ég skoða fallegar íbúðir og hús. Breytingarnar á þeim eru svo skemmtilegar og endalausir möguleikar í boði þegar raða á niður veggjum og rýmum.

Þessi fallega íbúð er í húsi í Stokkhólmi. Húsið var gömul leðurverksmiðja. Þarna er til dæmis,  fyrir utan íbúðirnar, íþróttasalur, bíósalur, stórt leiksvæði fyrir börnin, hunda spa… – já ég sagði hunda spa, og fallegar svalir með útsýni yfir vatnið.

Íbúðin er sjúklega sæt, eina sem truflar eru motturnar sem fólkið er búið að setja út um alla íbúð. Mættu kannski alveg missa sín að mínu mati en allt annað er bara flott. Glæsileg bygging sem hefur fengið nýtt líf!