Einhver sá dásamlegasti kokteill sem hefðarkettir og aðrar pjattrófur gæða sér á er svokölluð Mimosa.

Hátíðarútgáfan af Mimosa er hinsvegar Grand Mimosa en þá er Grand Marnier bætt út í dýrðlega blöndu af kampavíni og ferskum appelsínusafa.

Það vita það ekki allir en Grand Marnier er blanda af alvöru kogníaki frá Cognac héraðinu og appelsínulíkjör sem er geymdur á eikartunnum. Bragðið er því flókið og heitt með sítruskeim og löngu, góðu eftirbragði sem er mjög tilvalið í kokteila og sérlega jólalegt enda eru appelsínur og mandarínur alltaf áberandi um jólin.

3 sentilítrar af ferskum appelsínusafa

3 sentilítrar af Grand Mariner

Fyllt upp með Piccini Prosecco freyðivíni!*

Þessi drykkur er dásamlegur sem fordrykkur í góðri veislu en hann er líka æðislegur með brunch daginn eftir góða veislu.

Þú berð hann annaðhvort fram í gamaldags kampavínsglasi eins og sést hér á myndinni eða háu kampavínsglasi.

Sannkallaður hátíðardrykkur sem kemur öllum í gott glamúrskap. Prófaðu að smakka um helgina!