Stundum getur það verið hausverkur hvernig salat maður á að hafa með mat en hér er eitt ofureinfalt og dásamlega gott salat sem mig langar að deila með þér.

Þetta er meira svona að “smella fingri” í framleiðslu og er tilbúið á örskotstundu.

Innihald

  • 1 poki klettasalat (rucola)
  • 1/2 poki veislusalat
  • Smá klípa basilika
  • 1/2 ferskur ananas, skorinn í bita
  • 1/2 kubbur hreinn fetaostur, skorinn litla bita
  • ca.1/2 poki kasjúhnetur, muldnar (eða aðrar hnetur)
  • ólífu olía

Aðferð

Öllu blandað vel saman, örlítilli olía sett yfir.

Ananasinn og basilikan er alveg “trendið” í salatinu, gefur fullkomið bragð. Svo ferskt og gott..mmm!