Þetta hús stendur á hæð í fallegri sveit í Nýja Sjálandi. Eigandinn á allt nánansta umhverfi svo hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að einhver byggi hús við hliðina á honum…

…svo hann getur notið sín sem best og spókað sig í glerhýsinu sínu.

Húsið er eingöngu með glerveggi og glæsilegt 360 gráðu útsýni. Að innan er það mjög minimalískt og módern. Það er ekkert verið að bruðla með of mikið af húsgögnum á þessum bæ en baðherbergið er algjörlega fabjúlösss…þvílík fegurð og takið eftir útsýninu!! Spurning hvort maður færi nokkuð upp úr baðkerinu aftur… svona ef maður slysaðist í heimsókn og bæði um að fá að skola af sér?

Þetta hús fær klárlega 2007 stimpilinn á sig… en töff er það!