Lárperan er stútfull af vítamínum og mér finnst hún hreint lostæti. Þessi réttur kætir mann og bætir…svo hollt og gott. Tilvalinn sem forréttur.

Bökuð lárpera fyrir tvo.

INNIHALD:

 • 1 þroskuð Lárpera=avocado
 • ¼ bolli brauð molar
 • 3-4 hvítlauksrif, skorin í smátt
 • 1 msk. rifinn parmesan ostur
 • 1 msk. basil, hakkað
 • 1 msk. sítrónusafa
 • 1/2 rauðlaukur, skorinn smátt
 • Salt og ferskur pipar eftir smekk
 • ¼ bolla tómatir, maukaðir

Hitið ofnin í 180°c.

Aðferð

 1. Blandað saman í skál, brauðmolunum, hvítlauknum, ost, basil, sítrónusafa, salt og pipar.
 2. Skerið avókadó í tvennt og mótið holu. Skiptið tómat maukinu á  milli helmingana.
 3. Setjið svo blönduna ofan á.

Bakið í 5 mínútur.

Berið strax fram, með Herbamare hafsaltinu góða!

Þessi réttur er meiriháttar góður og ég tala ekki um hvað hann er hollur. Stútfullur af vítamínum, hreint lostæti!!