Þessar sætu kartöflur eru sjúklega góðar. Fá munnvatns kirtlana til að virka hressilega og henta með flest öllum mat.

Fyrir tvo til fjóra

INNIHALD

2 sætar kartöflur
2 matskeiðar smjör (skorið í litla bita)
2 matskeiðar eplasósa (ég notaði barnamauk)
2 matskeiðar hlynsíróp
1/4 bolli pekanhnetur
1/4 bolli þurrkuð trönuber
1/4 bolli afhýdd og smátt skorin epli
1/2 teskeið kanill
Salt á hnífsoddi
ólífuolía

AÐFERÐ:

Hitið ofnin í 180°c
Þvoið og afhýðið sætu kartöflurnar.
Skerið lauslega þunnar ræmur í kartöflurnar, smyrjið olíu á þær.
Smyrjið fat með olíunni eða klæðið með bökunarpappír.
Blandið saman smjörinu, eplunum, trönuberjum, pekanhnetum, eplasósunni, sýrópinu og kryddið með kanil og salti.
Hellið blöndunni yfir hverja og eina kartöflu, ýtið örlítið af fyllingunni á milli hellið svo restinni yfir allt.

Setjið álpappír yfir mótið og bakið í 40 mínútur. Takið pappírinn af og bakið áfram í 10-15 mínútur, passið að þær brenni ekki.

Látið kólna í 5 mínútur og berið fram. Mæli með að bera þessar kartöflur fram með kjúkling í léttri bbq sósu..

Njótið í botn!!