M-Design er hönnuður októbermánaðar á Icelandair hótel Reykjavík Natura en hótelið fagnar íslenskum hönnuðum með því að bjóða gestum og gangandi upp á tískusýningu alla föstudaga kl.17.00.

Í október er hönnuður mánaðarins M-Design, en að baki hennar stendur Margrét Árnadóttir sem hefur starfað í yfir 60 ár við hönnun og að vinna með ull.

Auk tískusýningar verður hönnuðurinn á staðnum til að segja frá hönnuninni og svara spurningum ásamt því sem hægt verður að skoða og prófa vörurnar.

M-Design mun kynna nýja hönnun sína úr íslenskri ull ásamt fylgihlutum sem bera þess merki að vera blanda af hefðbundinni hönnun með nýtískulegu ívafi. Margrét Árna hefur fengið aðstoð barnabarns síns Ragnheiðar og saman hafa þær hannað föt sem henta öllum aldri. Nýjasta línan þeirra samanstendur m.a. af peysum, húfum, vettlingum, legghlífum, herðaslám, treflum og sjölum.

Á vetingastaðnum Satt á Reykjavík Natura er Happy hour alla föstudaga milli kl. 17 og 19 en þar er hægt að fá hollan mat og ljúffenga drykki. Namm namm…*

Tilvalið fyrir mæðgur, vinkonur, systur og frænkur að skella sér á Natura á morgun og skoða skemmtilega hönnun.