TOP

UPPSKRIFT: Pestó snúða brauð sem bráðnar í munninum!

Þetta brauð er algjörlega guðdómlegt. Það passar með flest öllum mat og frábært með á smárrétta-hlaðborði.

INNIHALD

  • 1,5 bolli svolítið heitt vatn (300 ml)
  •  1 matskeið / 1 lítill pakki þurrger ( ég kaupi alltaf ger í heilsubúðunum)
  •  1 tsk salt
  • 2 tsk hrásykur
  • 3-4 bollar spelt
  • 4-5 matskeiðar pestó (grænt eða rautt)

AÐFERÐ

Hitið ofnin í 175°c

Blandið saman 2 bollum af spelti og bætið við geri, hrásykri og salti. Hellið vatninu í miðjuna á blöndunni. Takið hliðarnar í skálinni og blandið þurrefna blöndunni smám saman við vatnið.

Þegar öll blandan er komin saman og deigið orðið mjúkt, bætið þá restinni af speltinu varlega saman við  og hnoðið.

Látið deigið lyfta sér á heitum stað í ca. 25-30 mín. Þegar deigið er tilbúið, hnoðið það aftur varlega. Fletjið það út og smyrjið pestóinu á.

Rúllið deginu upp í lengju og skerið í sirka.3-4 cm þykka “snúða”
Að lokum seturðu “snúðana” í upprétta stöðu upp við hvern annan í hringlaga mót, klætt pappír (mér finnst oft gott að smyrja örlítilli olíu á pappírinn).

Bakið í miðjum ofni í ca. 20 mín eða þar til brauðið hefur náð gullinn brúnum lit.

Það er ótrúlega auðvelt að gera þetta brauð..mæli með því að prófa það, þú verður ekki svikin og ekki gestirnir heldur! 🙂

Njótið njótið njótið!

Smelltu á myndirnar fyrir frekari leiðbeiningar 🙂 

Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.