Ertu að fá dásemdar félaga í mat?’ Þessi er algjörlega fullkomin eftir góða máltíð.

Eitthvað svo mikið við hana, bara svo falleg!!

INNIHALD

Kókosbotn

  • 4 eggjahvítur
  • 100 g hrásykur
  • 100 g kókosmjöl
  • 100 g súkkulaði, 70%

AÐFERÐ

  1. Hitið ofninn í 150°C og smyrjið lausbotna 24 cm tertumót vel og klæðið með smjörpappír.
  2. Þeytið eggja-hvítur og hrásykur mjög vel saman, þar til létt og ljóst, blandið kókosmjölinu og súkkulaðinu varlega  saman við með sleif.
  3. Hellið deiginu í mótið og bakið botninn í ca. 30 mínútur.
  4. Kælið hann vel áður en jarðaberja-rjóminn er settur á.

Jarðaberjarjómi

1/2 lítri rjómi
1 askja fersk jarðaber, skorin smátt
Þeytið rjóman og blandið honum saman við niðurskornu jarðaberin. Smyrjið blöndunni á botninn.

KREM

Bræðið 70% súkkulaði yfir vatnsbaði, bætið örlitlu agave sírópi saman við bráðið súkkulaðið. Kælið og hellið yfir kökuna.
Toppurinn að skreyta með jarðaberjum.

Njótið hvers einasta munnbita…mómentið verður fullkomið!!