Við erum duglegar að setja bláber á hafragrautinn á morgnanna en prófaðu líka að fá þér skyr í morgunmat með fersku bláberja -og eplasalati út á.

Þú verður södd fram að hádegi og færð jafnan og góðan skammt af bæði próteinum og kolvetnum sem eru líkamanum nauðsynlegt. Uppskriftin er fyrir fjóra.

½ líter skyr

Epla og bláberjasalat með kókos

  • 2 epli lífræn!
  • 100 gr. bláber
  • 1. matskeið sítrónusafi
  • 1 msk. akasíu hunang
  • 25 grömm af kókosflögum

Taktu kjarnana úr eplunum og skerðu í þunna báta, blandaðu við smá sítrónusafa, bláberjum, hunangi og kókos. Settu skyrið í skálar og toppaðu með salatinu. Ef þú vilt er gott að setja örlítið af grófu múslí með.

ORKA: 150 hitaeiningar í skál, 17% fita, 40% prótein, 43% kolvetni.

Verði ykkur að góðu!