Súperflottur rósmarín og vatnsmelónukokteill í sjarmerandi krús… Þessi drykkur er frábærlega ferskur og ljúffengur, góður allann ársins hring enda fallegur á að líta og skemmtilega borin fram.

Mælt er með því að bera kokteilinn fram í krukkum og hafa fullt af klaka með – ótrúlega ferskur og girnilegur!

INNIHALD:

    • Gin að eigin vali
    • Hrásykur
    • 1. sítróna
    • Vatnsmelóna
    • Ferskt rósmarín

AÐFERÐ:

Sykur og bolli af vatni í lítinn pott ásamt rósmarín laufum. Hitaðu á lágum hita þar til sykurinn leysist upp og láttu bíða í amk klukkustund til að taka í sig bragðið.

Settu sítrónusafa í blenderinn og bættu út melónubitum í smá skömmtum og hrærðu inn á milli (til að allt verði mjúkt). Blandaðu svo rósmarín sýrópinu úr pottinum við, smátt og smátt þar til það er orðið eins sætt og þér finnst gott. Kannski einn bolla í senn.

Helltu í stóra könnu/krukku, bættu við glasi af köldu vatni, bættu við gini eftir smekk og fylltu svo upp með vatnsmelónublöndunni.

Hrærðu og berðu svo fram í flottum krukkum, skreytt með sítrónusneið og hálfri rósmaríngrein…