Morgunmatur sem þessi er hreint út sagt algjört sælgæti, svo gott að næstum mætti kalla þetta eftirrétt. Og ekki er verra að þetta er bráðhollt og stútfullt af próteini og vítamínum.

 INNIHALD

  • 250 g fersk jarðaber
  • 2 bananar
  • 2 appelsínur, afhýddar og skornar í smátt
  • 1 epli
  • 200-400 g grísk jógúrt
  • 1-2 msk hunang
  • 1/3 bolli hakkaðar möndlur

Skerið allt niður frekar smátt og blandið saman í skál: jarðarberjum, epli, banana, appelsínum. Hrærðu hunang og jógúrt saman og settu yfir ávextina og toppaðu með söxuðum möndlum.

Njóttu í botn, gefðu einhverjum með þér og farðu svo út í daginn með bros á vör!