Þessi pastaréttur er alltaf í uppáhaldi á mínu heimili og ekki er verra hvað hann fer vel í magann…

  • Pasta (ég nota alltaf spelt)
  • 1 poki spergilkál
  • Konfektómatar
  • 3-4 hvítlauksrif
  • hvítur laukur (svo ótrúlega mildur)
  • Rjómi (oft nota ég lífræna mjólk)
  • Himalayasalt
  • Herbamare ORGINAL (Hafssalt með kryddjurtum)

Sjóðið pastað og spergilkálið eftir leiðbeiningum. Steikið hvítlaukinn og laukinn í örlitla stund í olíu.

Skellið rjómanum á pönnuna sem og pastanu, spergilkálinu og tómötum. Leyfið að malla í ca. 10 mín. Sáldrið saltinu yfir, svo finnst mér súper gott að nota Herbamare orginal kryddið líka því það gefur eitthvað svo mikið af sér.

Berið fram með góðu brauði, parmesan osti og Herbamare kryddinu!!

Ofur einfaldur og súper góður!!