Þessi kjúklingaréttur er ekki bara góður, heldur er hann ótrúlega auðveldur. Ekki verra ef tíminn er naumur og stórfjölskyldan á leið í mat.

  • 1,5 kg af kjúklingabitum (lærum, leggjum og vængjum)
  • 3 sætar kartöflur
  • 1 bökunarkartafla
  • 2 stórar flysjaðar gulrætur, skornar í stóra bita
  • sjávarsalt
  • nýmalaður pipar
  • Pestó

Grænmetið skorið niður og sett í eldfast mót. Sáldrið pipar og salti yfir. Kjúklingurinn þveginn, þerraður og lagður ofan á rótargrænmetið.
Góðu pestói er smurt vel yfir kjúklinginn.
Mér finnst Sollu pestóin æði. Getið bæði notað rautt og grænt, bara eftir huganum hverju sinni.
Sett inn í 160 gráður heitan ofn og bakað í ca. 75 mínútur. Ef notaðar eru bringur þarf að gæta vel að ofelda þær ekki þar sem þær verða auðveldalega þurrar.

Gott að bera fram með fersku salati með mangó, vínberjum og furuhnetum. Verði ykkur að góðu!