BBQ sósan er alltaf svo hrikalega góð. Mig langar að deila með ykkur örlítið hollari útgáfu af henni.

Þessi er sæt og sterk, bætið eða minnkið chilli eftir smekk.

  • 1/2 dl lífræn tómatsósa
  • 1/4 dl náttúrulegt hunang
  • 1 msk Tamari sósa, soyasósa
  • 1 tsk sinnep
  • 1 tsk chilli duft
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 1/4 tsk nýmalaður pipar

Blanda öll vel saman saman.

Berið á uppáhalds kjúklinginn ykkar eða kjötið ykkar. Mjög gott að nota sem “dýfu” fyrir kjúkling eða annan pinna mat.

Sjúklega góð, munið að njóta í botn!!