Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvaða bragð það er sem ég finn af hrísgrjónum þegar ég fer á indverska veitingastaði en einhverra hluta vegna hef ég ekki reynt mikið að komast að því hvaða krydd það er sem kokkarnir nota.

Í vikunni fór ég á matreiðslunámskeið hjá matreidslunamskeid.is/ þar sem ég lærði trixið en ég mun fjalla betur um námskeiðið á næstu dögum.

Áður en ég geri það langar mig að deila með þér hvað þú gætir prófað til dæmis í kvöld með kjúklingnum.

Með hrísgrjónunum brýtur þú tvær heilar kardimommur (fleiri ef þú ert kardimommu sjúk) og setur út í hrísgrjónin áður en þú byrjar að sjóða þau en heilar kardimommur fást t.d. frá vörumerkinu Pottagöldrum. Ef þú vilt fá annan lit á grjónin þá er sniðugt að setja turmeric út í, svona til að brjóta upp á hversdagsleikann.

Prófaðu, ef þér líkar ekki bragðið, þá bara gerir þú þetta aldrei aftur 🙂