Prófaði þessa sjúklegu köku um daginn og sló hún heldur betur í gegn. Það er tilvalið að gera hana með dags fyrirvara því hún er líka mjög góð daginn eftir

INNIHALD

  • 200 gr smjör
  • 200 gr súkkulaði, 70%
  • 150 gr kókospálmasykur
  • 4 stór egg
  • 1 dl fínmalað spelthveiti

AÐFERÐ

Hitið ofnin í 180°C, Bræða smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeytið kókospálmasykri og eggjum vel saman. Að lokum blandið speltinu og súkkulaðiblöndunni saman við. Setjið bökunarpappír í smelluform. Bakið kökuna í miðjum ofni í ca.25 mínútur.

…látið hana kólna.

KREM

  • 120gr. súkkulaði, 70%
  • 3 msk. rjómi

Bræðið súkkulaði og rjóma saman og smyrjið yfir kökuna. Skreytið með ferskum jarðaberjum. Berið fram með þeyttum rjóma og brosi.

Kókossykur líkist helst helst hrásykri en hefur mjög gott karmellubragð. Mælt er með að nota hann í staðinn fyrir hvítan eða brúnan sykur í allar uppskriftir og hann hentar vel í bakstur og hráfæði.