Sætar kartöflur eru ekki bara bragðgóðar og hollar einnig eru þær ótrúlega fallegar þegar þær eru komnar á diskinn.

Þessi réttur er fullkominn með kjúkling, kalkún eða öllu því sem huganum girnist.

…mér finnst hann líka ótrúlega góður með salati.

INNIHALD

3-4 sætarkartöflur

1 búnt vorlaukur

3-4 sm ferskur engifer

matreiðslurjómi

AÐFERÐ

Þú skerð kartöflur í skífur og setur í eldfast mót, ofan á það fer niðurskorinn vorlaukur og smátt skorin engifer.

Svo seturðu  kartöflur ofan á þetta aftur engifer og vorlauk,  koll af kolli (eins og þú sért að gera lasagne).
Í restina seturu botnfylli af matreiðslurjóma, hann má alls ekki flæða yfir allar kartöflurnar, bara rétt í botninn.

Inn í ofn í 30-40 mín við ca 200 gráður.

…bragðast eins og besta konfekt!