Kelly Osbourne ættu flestir að þekkja en hún er þekktust fyrir það að vera vandræðagemlingur Ozzy Osbourne og fór ekki leynt með grallaskapinn og frekjuna í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar.

Kelly virðist hins vegar vera búin að snúa blaðinu við, hefur grennst um þónokkur kíló og segist vera hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. New York Fashion Week er nýafstaðin og Kelly mætti að sjálfsögðu á sýningarnar þar sem að hún er meðstjórnandi “Fashion Police” sem er sýndur á Style Network og E!.

Kelly var einnig um helgina á tískusýningu House of Holland og þar stal hún senunni með skemmtilegum sólgleraugum og þröngum rauðum leðurkjól.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Kelly á tískusýningum.

______________________________________________________