Þegar Kate Hudson hitti unnusta sinn Matt Bellamy þá byrjaði hún á því að “gúggla” hann. Hún segist hafa fengið vægt áfall þegar hún fór að skoða myndbönd af kappanum á tónleikum því það var eins og hann væri tvískiptur persónuleiki, hún var ekki alveg að tengja þessar tvær persónur saman.

Hún segist muna vel eftir því þegar hún sá hann fyrst á tónleikum með hljómsveitinni sinni Muse í París.

Hún var ekki alveg viss um á hvernig tónleika hún væri að fara á en varð síðan agndofa yfir hæfileikum hans og getu með hljóðfærin. Húnsegir að hann sé gjörólíkur “tónlistar” Matt því hann er afar ljúfur og elskulegur, henni finnst hún vera komin heim þegar hún er með honum -hann er sá eini rétti!

Þau stefna á hjónaband en Kate ætlar ekki að flýta sér upp að altarinu:

“Ég ætla ekki bara að gifta mig til þess að gifta mig, ég vil að allt sé rétt og það kemur að því þegar það kemur að því.”

Kate og Matt búa í London og Los Angeles og Kate segir að það þessar borgir séu afar ólíkar. Kate finnst það samt sem áður frábært að synir hennar upplifi ólíkar menningar, en að búa í tveimur borgum krefjist einnig mikillar skipulagningar og hún er að læra það að vera skipulögð.

Gwyneth Paltrow og Kate hafa orðið nánar vinkonur eftir að Kate fluttist með annan fótinn til Bretlands og Kate segir að Gwyneth sé æðisleg-hún taki hana sér til fyrirmyndar.

___________________________________________________________________