Er algjörlega fallin fyrir þessari íbúð.

Litasamsetningin er svo góð. Gulur, túrkis, grár og svartur settir saman á snilldarlegan hátt. Svo eru það uppgerðu teak húsgögnin í bland við fallegu listaverkin sem prýða íbúðina.

Eldhúsið er minimalískt, alveg hvítt og stelur engri senu. Fellur bara vel inn í rýmið þar sem stofan og eldhúsið er opið rými.

Þau sem búa þarna eru einnig ekki hrædd við veggfóður og kemur það ótrúlega vel út, bæði í borðstofunni sem og á baðherberginu. Eames stólarnir gefa borðstofunni mikinn karakter og gaman að sjá þá í mismunandi litum.

 

Takið líka eftir bling bling ljósakrónunni fyrir ofan borðstofuborðið…hreint æði!

 

Vantar þig hjálp við litasamsetningu, uppröðun, ný húsgögn eða skipulag á heimilinu? Hafðu þá samband við Mio design